Um 22 Reykjavík
Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins.
Neðri hæðin er rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006 og var vinsælt kaffihús ungskálda og bóhema.
Í dag er 22 staður með áherslu á rólegri stað fyrir hinseginn fólk þar sem hægt er að setjast í drykk í rólegheitunum og spjalla saman með möguleikann á að skella sér í dans á efri hæð!